Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   mán 19. nóvember 2018 22:46
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Segir að Guardiola hafi haft slæm áhrif á þýska landsliðið
Mynd: Getty Images
Hans-Peter Briegel, fyrrum varnarmaður þýska landsliðsins, segir að Pep Guardiola hafi haft neikvæð áhrif á landslið Þýskalands.

Guardiola er stjóri Manchester City en hann var áður hjá Bayern München, stærsta félagi Þýskalands.

Guardiola vann deildina þrisvar, bikarinn tvisvar, Ofurbikarinn í Evrópu og Heimsmeistaramót félagsliða með Bayern en Spánverjinn er þekktur fyrir ákveðinn leikstíl. Hann leggur mikið upp úr því að lið sín haldi boltanum vel.

„Við erum hættir að hugsa um eina mikilvæga staðreynd: í fótbolta eru úrslit mikilvægari en að hafa stjórn á leiknum," sagði Briegel við Repubblica.

„Síðan Guardiola kom til Bayern hefur eitthvað breyst. Hugsunin núna er sú að við þurfum að vera 75% með boltann til að vinna. Það virkar ekki þannig, að minnsta kosti ekki alltaf."

Eftir að hafa orðið Heimsmeistari árið 2014 hefur þýska landsliðið verið á niðurleið.

Liðið gerði í kvöld 2-2 jafntefli gegn Hollandi en Þjóðverjar voru fyrir leikinn dottnir niður í B-deild Þjóðadeildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner