Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 20. nóvember 2018 13:30
Magnús Már Einarsson
Blásið á sögusagnir um nýja Ofurdeild í Evrópu
Juventus er ekki á leið í nýja Ofurdeild.
Juventus er ekki á leið í nýja Ofurdeild.
Mynd: Getty Images
Andrea Agnelli, formaður Juventus, og Aleksander Ceferin, forseti UEFA, hafa báðir blásið á sögusagnir þess efnis að stærstu félög Evrópu séu að undirbúa nýja Ofurdeild.

Þýska blaðið Der Spiegel sagði á dögunum að ellefu stór félög í Evrópu ætli að mynda Ofurdeild frá árinu 2021 og hætta í Meistaradeildinni.

Juventus var nefnt sem eitt af félögunum en Agnelli hefur blásið á þær sögusagnir.

„Ég get staðfest að við höfum aldrei séð, rætt eða komið nálægt þessu. Við erum algjörlega með UEFA í liði," sagði Agnelli.

Ceferin segir sjálfur að ný Ofurdeild sé ekki á leiðinni. „Ofurdeildin mun ekki verða. Þetta er tilbúningur eða draumur," sagði Ceferin.
Athugasemdir
banner
banner
banner