Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 20. nóvember 2018 12:00
Magnús Már Einarsson
Byrjunarlið Íslands - Rikki G velur sitt lið
Icelandair
Rikki G.
Rikki G.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Ari Freyr er vængbakvörður hjá Rikka.
Ari Freyr er vængbakvörður hjá Rikka.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jói Berg byrjar frammi.
Jói Berg byrjar frammi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eftir Þjóðadeildina er næsta verkefni íslenska landsliðsins undankeppni EM 2020 en hún hefst í mars næstkomandi. Fótbolti.net fékk nokkra álitsgjafa til að velja besta byrjunarlið Íslands miðað við að allir séu heilir heilsu.

Hér að neðan má sjá liðið sem Rikki G, íþróttafréttamaður á Stöð 2 Sport, skilaði inn. Rikki stillir upp í 3-5-2 líkt og Ísland hefur gert í síðustu tveimur leikjum.

„Þetta er liðið sem ég myndi vilja sjá byrja undankeppnina, það er ekki kominn tími að mínu mati ennþá að skipta um markvörð en vissulega styttist í þau kynslóðaskipti. Hannes hefur einfaldlega unnið sér inn fyrir því að vera ennþá markvörður númer eitt þegar undankeppnin fyrir EM hefst," sagði Rikki um sitt lið.

„Ég tel að með skipulagi muni 3 manna miðvarðalína henta okkur vel. Kári fyrir miðju er leiðtoginn, alpha male osfrv. Raggi og Sverrir eru mennirnir með honum. Ari og Birkir Már eru bakverðir en báðir búa þeir yfir gæðum sóknarlega, Ari er teknískur og sóknarþenkjandi og myndi henta vel í þetta kerfi. Birkir Már er sjálfvalinn eftir frammistöðu sína síðustu ár."

,Aron og Birkir verða í dýpra hlutverki á miðsvæðinu með Gylfa sem fær frjálsari taum framar en með engu að síður varnarskyldu sem Gylfi þekkir inn og út hjá landsliðinu."

„Jóhann Berg myndi ég vilja sjá fljótandi fyrir aftan Alfreð. Ekki endilega pinnaður í holunni, Jóhann gæti dregið sig á báða kanta, Gylfi stungið sér framar í kjölfarið. Þessir strákar eins og Gylfi og Jóhann búa yfir gríðarlegri hlaupagetu og þess vegna gæti þetta hentað. Alfreð er sjálfvalinn eins og staðan er í dag í fremstu víglínu."


„Þetta er liðið sem ég vill sjá fyrstu leikina en höfum það á hreinu að þessir menn geta ekkert slakað á því það eru ákveðnir menn sem eru farnir að banka fast á dyrnar."

„Albert Guðmundsson er fótboltamaður sem er unun að horfa á. Ljósið í leikjunum gegn Belgíu og Katar. Kolbeinn ef hann kemst í nýtt félag í janúar og helst heill. Svo menn eins og Rúnar Már, Emil Hallfreðs, Hörður Björgvin og auðvitað Rúrik sem geta auðveldlega gert tilkall í byrjunarliðið."


Sjá einnig:
Einar Örn velur sitt lið
Athugasemdir
banner