banner
   þri 20. nóvember 2018 14:07
Magnús Már Einarsson
Helgi Valur fékk skít á Twitter fyrir að vera heima út af fæðingu
Helgi Valur í landsleik á sínum tíma.
Helgi Valur í landsleik á sínum tíma.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Helgi Valur Daníelsson, fyrrum landsliðsmaður, segist hafa „fengið skít á Twitter" þegar hann ákvað að gefa ekki kost á sér í landsleik gegn Portúgal árið 2011 þar sem eiginkona hans átti von á sínu öðru barni.

Helgi Valur greindi frá þessu á Twitter í dag og vitnaði í frétt Fótbolta.net frá því í gær.

Fréttin fjallaði um brot í bókinni „Aron - Sagan mín" en þar segir Aron Einar Gunnarsson að það hafi verið heimskuleg ákvörðun að sleppa fæðingu frumburðarins vegna landsleik í Kasakstan árið 2015.

„En ákvörðunin var fáránleg. Heimskuleg. Lífið er meira en fótbolti - en ég vissi það bara ekki þá. Ekki fyrr en einmitt þarna. Þegar ég fékk drenginn í hendurnar áttaði ég mig á því hvað fótbolti er mikið prump miðað við lífið sjálft," segir Aron í bókinni.

Hér að neðan má sjá færsluna hjá Helga.

Athugasemdir
banner
banner
banner