Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   þri 20. nóvember 2018 14:17
Magnús Már Einarsson
U19 úr leik eftir jafntefli
Byrjunarlið Íslands í dag.
Byrjunarlið Íslands í dag.
Mynd: KSÍ
Ísland 1 - 1 Moldavía
1-0 Andri Lucas Guðjohnsen ('13)
1-1 Andrei Conohov ('85)

U19 ára landslið Íslands er úr leik í undankeppni EM eftir 1-1 jafntefli gegn Moldavíu í undanriðli í Tyrklandi í dag.

Andri Lucas Guðjohnsen, leikmaður Real Madrid, kom Íslandi yfir snemma leiks en Moldavía jafnaði þegar fimm mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma.

Tyrkir unnu Englendinga 2-1 í dag og þessi tvö lið fengu bæði sex stig og fara áfram í milliriðil. Ísland vann Tyrkland í fyrsta leik en tap gegn Englandi og jafnteflið í dag þýðir að liðið endar með fjögur stig í þriðja sæti riðilsins.

Eins marks sigur í dag hefði ekki dugað íslenska liðinu til að fara áfram þar sem bæði England og Tyrkland voru með hagstæðari markatölu.

Byrjunarlið Íslands
Patrik Sigurður Gunnarsson
Hjalti Sigurðsson
Atli Barkarson
Aron Ingi Andreasson
Ísak Óli Ólafsson
Þórir Jóhann Helgason
Ísak Snær Þorvaldsson
Birkir Heimisson
Andri Lucas Guðjohnsen
Brynjólfur Darri Willumsson
Dagur Dan Þórhallsson

Athugasemdir
banner
banner
banner