Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   þri 20. nóvember 2018 16:45
Magnús Már Einarsson
Spilað á Laugardalsvelli í nóvember?
Ísland og Króatía mættust á Laugardalsvelli í nóvember árið 2013.
Ísland og Króatía mættust á Laugardalsvelli í nóvember árið 2013.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KSÍ hefur rætt við UEFA varðandi leikdaga í undankeppni EM 2020. Undankeppnin hefst í mars og ljóst er að Ísland verður að byrja á útivelli þar sem ekki er hægt að spila á Laugardalsvelli þá.

Dregið verður í riðla í undankeppni EM sunnudaginn 2. desember næstkomandi. Öll undankeppnin fer fram á næsta ári og síðustu leikirnir eru í nóvember. Guðni Bergsson, formaður KSÍ, sagði í viðtali við RÚV í dag að Ísland gæti mögulega spilað heimaleik í nóvember en þar var hann spurður út í leikina í mars og nóvember.

„Þeir verða að öllum líkindum spilaðir ytra. Við erum aðeins að tala við UEFA varðandi nóvember, þar er kannski möguleiki á að við gætum spilað hér ef tíðin er góð eins og núna. Það er auðvitað ekkert öruggt í þeim efnum," sagði Guðni í viðtali við RÚV.

„En í mars getum við ekki spilað á Laugardalsvelli. Það er dragbítur fyrir okkar möguleika að þurfa að fást við það í nýju fyrirkomulagi að við getum ekki spilað okkar heimaleiki hér á Laugardalsvelli. Það er eitthvað sem við verðum að fást við og vonandi bæta um betur með því að byggja nýjan Laugardalsvöll þegar fram í sækir."

Ísland og Króatía gerðu markalaust jafntefli á Laugardalsvelli í nóvember 2013 í leik í umspili um sæti á HM.

Leikdagar í undankeppni EM 2020
21–23 Mars
24–26 Mars
7–8 Júní
10–11 Júní
5–7 September
8–10 September
10–12 Október
13–15 Október
14–16 Nóvember
17–19 Nóvember
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner