Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 20. nóvember 2018 21:02
Brynjar Ingi Erluson
Annað áfall fyrir PSG - Mbappe fór sárþjáður af velli
Neymar og Mbappe meiddust báðir í kvöld
Neymar og Mbappe meiddust báðir í kvöld
Mynd: Getty Images
Franska liðið Paris Saint-Germain varð fyrir öðru áfalli í kvöld er Kylian Mbappe meiddist á öxl í leik Frakklands og Úrúgvæ.

Mbappe hefur sannað það síðustu tvö ár að hann er einn besti leikmaður heims en hann hefur unnið frönsku deildina síðustu tvö tímabil og vann þá HM í Frakklandi í sumar.

PSG er í erfiðum riðli í Meistaradeildinni en liðið er í þriðja sæti með 5 stig, stigi á eftir Liverpool og Napoli. PSG mætir einmitt Liverpool í París eftir átta daga en útlitið virðist ekkert sérstakt á að komast áfram.

Neymar neyddist til að fara af velli gegn Kamerún í kvöld eftir aðeins sjö mínútna leik er hann meiddist á nára og þá fór Mbappe af velli á 36. mínútu gegn Úrúgvæ.

Mbappe ætlaði að leika á markvörð Úrúgvæ en datt illa á öxlina og fór af velli. Hann var sárþjáður á vellinum og bíður PSG nú frekari fregna af lykilmönnum sínum.

Meiðslin virkuðu afar slæm og gæti hann misst af leiknum gegn Liverpool og sömu sögu má segja af Neymar. Hægt er að sjá myndband af atvikinu hér fyrir neðan.



Athugasemdir
banner
banner
banner