Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 20. nóvember 2018 21:47
Brynjar Ingi Erluson
Þjóðadeildin: Svíþjóð í A-deildina eftir sigur á Rússum
Sænska landsliðið er komið upp í deild þeirra bestu í Evrópu
Sænska landsliðið er komið upp í deild þeirra bestu í Evrópu
Mynd: Getty Images
Riðlakeppni Þjóðadeildarinnar lauk í kvöld en Svíþjóð er komið upp í A-deild eftir 2-0 sigur á Rússlandi. Serbía fór þá upp úr C-deildinni í B-deildina.

Svíar þurftu á sigri að halda í kvöld til að vinna sinn riðil í B-deildinni en það var miðvörður Manchester United, Victor Lindelöf, sem gerði fyrsta mark Svía áður en Marcus Berg lokaði dæminu tuttugu mínútum fyrir leikslok.

Sænska liðið komið upp í A-deild fyrir næstu undankeppni á meðan Rússar halda sæti sínu í B-deild.

Portúgal var búið að tryggja sæti sitt í undanúrslitum A-deildar en liðið gerði jafntefli við Póllandi í kvöld, 1-1. Andre Silva kom portúgalska liðinu yfir áður en Arkadiusz Milik, framherji Napoli, jafnaði úr vítaspyrnu.

Pólland verður í efsta styrkleikaflokki fyrir undankeppni EM á meðan Þýskaland þarf að sætta sig við að vera í öðrum styrkleikaflokki.

Serbía er þá komið upp í B-deild eftir 4-1 sigur á Litháen. Liðið endaði með 14 stig í sínum riðli. Kósóvó fer þá upp í C-deild með 13 stig.

Úrslit og markaskorarar:

Portugal 1 - 1 Poland
1-0 Andre Silva ('33 )
1-1 Arkadiusz Milik ('66 , víti)
Rautt spjald:Danilo Pereira, Portugal ('63)

Sweden 2 - 0 Russia
1-0 Victor Lindelof ('41 )
2-0 Marcus Berg ('72 )

Scotland 3 - 2 Israel
0-1 Beram Kayal ('9 )
1-1 James Forrest ('34 )
2-1 James Forrest ('43 )
3-1 James Forrest ('64 )
3-2 Eran Zahavi ('75 )

Serbia 4 - 1 Lithuania
0-1 Aulpa ('51 , sjálfsmark)
1-1 Mitrovic ('58 )
1-2 Petravicius ('64 )
2-2 Prijovic ('71 )
3-2 Adem Ljajic ('74 )

Montenegro 0 - 1 Romania
0-1 Aucudean ('44 )
0-1 Marko Jankovic ('72 , Misnotað víti)

Kosovo 4 - 0 Azerbaijan
1-0 Arber Zeneli ('2 )
2-0 Arber Zeneli ('50 )
3-0 Amir Rrahmani ('61 )
4-0 Arber Zeneli ('76 )

Malta 1 - 1 Faroe Islandes
0-1 Rene Joensen ('3 )
1-1 Juan Corbolan ('4 )
Athugasemdir
banner
banner