Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 20. nóvember 2018 21:58
Brynjar Ingi Erluson
Bose-mótið: Víkingur auðveld bráð fyrir Stjörnuna
Hilmar Árni var með tvö mörk í dag fyrir Stjörnuna. Hér er hann í leiknum.
Hilmar Árni var með tvö mörk í dag fyrir Stjörnuna. Hér er hann í leiknum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan 5 - 0 Víkingur R.
1-0 Þorsteinn Már Ragnarsson ('20 )
2-0 Jósef Kristinn Jósefsson ('21 )
3-0 Hilmar Árni Halldórsson ('48 )
4-0 Hilmar Árni Halldórsson ('57 )
5-0 Tristan Freyr Ingólfsson ('88 )

Stjörnumenn völtuðu yfir Víking Reykjavík er liðin mættust í Bose-mótinu í kvöld en lokatölur urðu 5-0. Hilmar Árni Halldórsson skoraði tvö mörk.

Víkingsliðið þurfti að sætta sig við 8-2 tap gegn KR í Bose-mótinu á dögunum og lauk liðið keppni í riðlinum með stóru tapi.

Þorsteinn Már Ragnarsson kom Stjörnumönnum yfir á 20. mínútu áður en Jósef Kristinn Jósefsson bætti við öðru mínútu síðar.

Staðan var þannig í hálfleik en Hilmar Árni Halldórsson tók þá við sýningunni og skoraði tvö mörg á níu mínútum. Tristan Freyr Ingólfsson gerði þá fimmta og síðasta mark Stjörnunnar undir lok leiks og lokatölur 5-0.

Stjarnan og KR mætast í hreinum úrslitaleik í riðli 2 á þriðjudaginn.
Athugasemdir
banner
banner
banner