Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 20. nóvember 2018 22:23
Brynjar Ingi Erluson
Styrkleikaflokkarnir klárir fyrir EM 2020 - Þýskaland með Íslandi í flokki
EM fer fram árið 2020 en mótið fer fram í tólf löndum
EM fer fram árið 2020 en mótið fer fram í tólf löndum
Mynd: Getty Images
Styrkleikaflokkarnir eru klárir fyrir undankeppni Evrópumótsins sem fer fram árið 2020 en Þýskaland er í 2. styrkleikaflokki eftir að Pólland náði í jafntefli gegn Portúgal í kvöld.

Það var fyrirfram vitað að Ísland væri í 2. styrkleikaflokki en það kom mest á óvart að Þjóðverjar enduðu þar.

Fjögur lið eru ekki tekin með inn í þessa flokka þar sem liðin spila í undanúrslitum Þjóðadeildarinnar á næsta ári. Þau lið koma til með að spila í fimm liða riðlum í undankeppni Evrópumótsins útaf leikjunum í mars og verða því öll í A, B, C eða D-riðli.

Það verður dregið í riðla þann 2. desember næstkomandi en drátturinn fer fram í Dýflinni í Írlandi. Íslenska liðið getur mætt spennandi mótherjum þar.

Það er ýmislegt sem þarf að huga fyrir dráttinn en sumar þjóðir mega ekki mætast útaf pólitískum erjum. Kósóvó má til dæmis ekki dragast gegn Serbíu og Bosníu sem eru bæði í 2. styrkleikaflokki. Þá mega Spánn og Gíbraltar ekki dragast saman í riðil heldur.

Þjóðadeildarpotturinn: England, Portúgal, Holland, Sviss.

Styrkleikaflokkur 1: Belgía, Frakkland, Ítalía, Spánn, Króatía, Pólland.

Styrkleikaflokkur 2: Þýskaland, Ísland, Bosnía og Herzegóvína, Úkraína, Danmörk, Svíþjóð, Rússland, Austurríki, Wales, Tékkland.

Styrkleikaflokkur 3: Slóvakía, Tyrkland, Írland, N-Írland, Skotland, Noregur, Serbía, Finnland, Búlgaría, Ísrael.

Styrkleikaflokkur 4: Ungverjaland, Rúmenía, Grikkland, Albanía, Svartfjallaland, Kýpur, Eistland, Slóvenía, Litháen, Georgía.

Styrkleikaflokkur 5: Makedónía, Kósóvó, Hvíta-Rússland, Lúxemborg, Armenía, Aserbaijdsan, Kasakstan, Moldavía, Gíbraltar, Færeyjar.

Styrkleikaflokkur 6: Lettland, Lichtenstein, Andorra, Malta, San Marínó.
Athugasemdir
banner
banner
banner