þri 20. nóvember 2018 22:58
Brynjar Ingi Erluson
Sturridge vill fá meiri tíma til að svara fyrir sig
Daniel Sturridge
Daniel Sturridge
Mynd: Getty Images
Daniel Sturridge, framherji Liverpool á Englandi, hefur beðið enska knattspyrnusambandið um frest á því að svara fyrir ásakanir um að hafa brotið veðmálareglur í janúar en þetta kemur fram á Sky Sports í kvöld.

Knattspyrnusambandið hefur verið að rannsaka Sturridge síðustu daga en sambandið vill meina að það hafi verið lekið upplýsingum um félagaskipti hans í janúar.

Ættingi Sturridge átti þá að hafa veðjað tíu þúsund pundum á að Sturridge myndi fara til Inter á láni en hann var ansi nálægt því að fara til félagsins. Hann endaði þó á því að fara til WBA á lán út tímabilið.

Sambandið vill fá svör frá Sturridge á morgun en samkvæmt Sky Sports hefur Sturridge beðið um frest á því.

Leikmaðurinn er búinn að skora 4 mörk í 12 leikjum á þessu tímabili fyrir Liverpool en hann gæti átt yfir höfði sér langt bann fyrir að brjóta veðmálareglurnar ef hann verður fundinn sekur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner