Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 20. nóvember 2018 23:34
Brynjar Ingi Erluson
Vináttulandsleikir: Giroud afgreiddi Úrúgvæ - Dramatískur sigur Ítalíu
Olivier Giroud gerði eina mark Frakklands
Olivier Giroud gerði eina mark Frakklands
Mynd: Getty Images
Fjölmargir vináttulandsleikir fóru fram í kvöld á meðan Þjóðadeildin var í gangi en Frakkland vann Úrúgvæ á meðan Matteo Politano tryggði Ítölum sigur á Bandaríkjunum.

Brasilía vann Kamerún 1-0 en Richarlison gerði eina markið á 45. mínútu. Leikurinn fór fram á heimavelli MK Dons á Englandi ferðaðist fólk töluverðar vegalengdir til þess að sjá þennan leik og á þessum velli.

Neymar gat ekki boðið áhorfendum upp á sýningu þar sem hann fór meiddur af velli á 7. mínútu.

Olivier Giroud gerði sigurmark Frakklads gegn Úrúgvæ en það kom úr vítaspyrnu. Nú er Giroud fjórði markahæsti leikmaður franska landsliðsins frá upphafi. Hann ætti ekki að vera í erfiðleikum með að ná David Trezeguet sem er í þriðja sætinu með 34 mörk, einu marki meira en Giroud.

Kylian Mbappe, stjarna Frakklands, meiddist á 36. mínútu er hann lenti illa á öxlinni eftir að hann reyndi að gabba markvörð Úrúgvæ.

Christian Pulisic var svo fyrirliði bandaríska landsliðsins sem tapaði 1-0 fyrir Ítalíu. Yngsti fyrirliði í sögu Bandaríkjanna en Matteo Politano eyðilagði það augnablik fyrir honum með marki undir lok leiks eftir sendingu frá samherja sínum í Inter, Roberto Gagliardini.

Úrslit og markaskorarar:

Suður-Afríka 1 - 1 Paragvæ
0-1 Federico Santander ('32 )
1-1 Percy Tau ('90 )

Tyrkland 0 - 0 Úkraína

Albanía 1 - 0 Wales
1-0 Bekim Balaj ('58 , víti)

Brasilía 1 - 0 Kamerún
1-0 Richarlison ('45 )

Ítalía 1 - 0 Bandaríkin
1-0 Matteo Politano ('90 )

Frakkland 1 - 0 Úrúgvæ
1-0 Olivier Giroud ('52 , víti)
Athugasemdir
banner
banner
banner