Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 21. nóvember 2018 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Barcelona má ekki kaupa leikmenn frá Liverpool til 2021
Barcelona keypti þá Philippe Coutinho og Luis Suarez frá Liverpool
Barcelona keypti þá Philippe Coutinho og Luis Suarez frá Liverpool
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool gerði samkomulag við Barcelona um að félagið mætti ekki kaupa leikmenn frá liðinu næstu þrjú árin. Þetta kemur fram í spænskum fjölmiðlum í kvöld.

Liverpool hefur selt þrjá mikilvæga leikmenn síðustu átta árin til Barcelona en Javier Mascherano fór þangað árið 2010 og þá seldi enska félagið Luis Suarez árið 2014.

Nýjasta dæmið er félagaskipti Philippe Coutinho til Barcelona en félagið borgaði 145 milljónir evra fyrir hann og ákvað enska félagið að setja klásúlu í samninginn.

Samkvæmt Cadena Ser gerði Liverpool skriflegt samkomulag við Barcelona um að félagið mætti ekki kaupa leikmenn frá þeim næstu þrjú árin eða til 2021.

Mohamed Salah, lykilmaður í liði Liverpool, hefur verið orðaður við Börsunga en félagið getur ekki keypt hann nema Liverpool bjóði félaginu sérstaklega að kaupa hann.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner