Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 21. nóvember 2018 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Guðbjörg Gunnarsdóttir framlengir við Djurgarden
Guðbjörg Gunnarsdóttir
Guðbjörg Gunnarsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Landsliðsmarkvörðurinn Guðbjörg Gunnarsdóttir hefur framlengt samning sinn um eitt ár við sænska úrvalsdeildarfélagið Djurgarden.

Guðbjörg er 33 ára gömul en hún hefur verið í atvinnumennsku frá árinu 2009.

Hún fór þá til Djurgarden og gerði vel á þremur árum sínum þar áður en hún ákvað að flakka í norsku og þýsku deildina.

Hún lékk með Avaldsnes og Lilleström í Noregi en Turbine Potsdam í Þýskalandi.

Guðbjörg fór aftur til Djurgarden árið 2016 og hefur verið þar síðan en hún framlengdi samning sinn um eitt ár í gær.

Hún á 63 A-landsleiki að baki og hefur þá þrisvar sinnum farið á Evrópumótið með landsliðinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner