Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 21. nóvember 2018 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Umboðsmaður Pellegrini: Hann fer ekki til United
Lorenzo Pellegrini í leik með Roma
Lorenzo Pellegrini í leik með Roma
Mynd: Getty Images
Giampiero Pocetta, umboðsmaður Lorenzo Pellegrini hjá Roma, segir að leikmaðurinn sé ekki á förum frá Roma.

Pellegrini, sem er 22 ára gamall, hefur verið að stimpla sig vel inn í lið Roma og er með eftirsóttu leikmönnum Ítalíu um þessar mundir.

Enska úrvalsdeildarfélagið Manchester United er sagt hafa áhuga á honum og gengu blöðin svo langt að segja að United ætlaði sér að leggja inn tilboð í janúar.

Pocetta segir þó að Pellegrini sé sáttur í Róm og að hann sé ekki á leið til United.

„Pellegrini er aðeins að hugsa um að bæta leik sinn hjá Roma og mér þykir leitt að þessi orðrómur um að hann vilji launahækkun hafi farið af stað því þetta skiptir hann ekki máli," sagði Pocetta.
Athugasemdir
banner
banner