mið 21. nóvember 2018 14:30
Magnús Már Einarsson
Byrjunarlið Íslands - Tómas Þór velur sitt lið
Icelandair
Tómas Þór Þórðarson.
Tómas Þór Þórðarson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnór Sigurðsson er á vinstri kantinum hjá Tómasi.
Arnór Sigurðsson er á vinstri kantinum hjá Tómasi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tómas vill sjá Birki Bjarnason á miðjunni.
Tómas vill sjá Birki Bjarnason á miðjunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ari Freyr Skúlason er vinstri bakvörður í liðinu.
Ari Freyr Skúlason er vinstri bakvörður í liðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eftir Þjóðadeildina er næsta verkefni íslenska landsliðsins undankeppni EM 2020 en hún hefst í mars næstkomandi. Fótbolti.net fékk nokkra álitsgjafa til að velja besta byrjunarlið Íslands miðað við að allir séu heilir heilsu.

Hér að neðan má sjá liðið sem Tómas Þór Þórðarson, íþróttafréttamaður á Stöð 2 Sport, skilaði inn. Tómas stillir upp í 4-4-1-1.

„Vegna dapurs gengis að undanförnu hefur eitthvað verið kallað eftir mannabreytingum og kannski einhverskonar kynslóðaskiptum en þess gerist ekki þörf strax, að mínu mati. Ungu peyjarnir eru ekki orðnir nógu góðir til að velta þessum hefðbundnu úr byrjunarliðinu, þó svo að þeir eru að og munu á næstu mánuðum, færast nær liðinu og henda frekar leikmönnum sem hafa dansað á brúninni út úr hópnum," sagði Tómas um liðið.

„Þegar kemur að aldri þurfum við ekkert að hafa áhyggjur af fremstu sex. Gullkynslóðin er á fínum aldri og helstu sóknarvopnin okkar; Alfreð, Gylfi og Jói Berg eru allir að spila sinn besta fótbolta á ferlinum. Þeir eru rétt um þrítugt og virðast vera að toppa."

„Menn eru aðeins eldri í öftustu víglínu en ekkert þannig að það þurfi að fara að undirbúa jarðarfarir. Sá elsti í hópnum, Kári Árnason, hefur sannað sig sem besti varnarmaður liðsins og verður þarna áfram, að minnsta kosti á næsta ári í gegnum undankeppnina. Í erfiðum tvíhöfðum er svo alltaf hægt að munstra Sverri inn ef 37 ára gamall Kári verður ekki klár í tvo erfiða leiki með skömmu millibili."

„Birkir Már er eilífur, Raggi er 86-módel og Ari Freyr er í topp standi. Mér finnst að hann sé búinn að spila sig aftur í sína stöðu og eigi að fá að spreyta sig aðeins aftur þar í byrjun næstu undankeppni. Það er bara hollt að samkeppni um stöður sé svona mikil eins og hjá honum og Herði."

Birkir Bjarnason er búinn sem kantmaður en það er ekkert neikvætt. Hann er bara orðinn afbragðs miðjumaður sem mér finnst að eigi að koma inn við hliðina á Aroni með Emil sem fyrsta varamann. Í raun ekkert nýtt undir sólinni þar. Þeir þrír rúlla þessum tveimur dýpri hlutverkum."

„Birkir er bara í sömu stöðu og Emil var á sínum tíma. Alltaf settur út á kant til að koma honum fyrir í liðinu því við viljum frekar hafa hann inn á en á bekknum. En það er tilgangslaust þegar að við fáum ekki það besta út úr honum eins og á miðjunni."

„Með því að færa Birki opnast ein staða úti á kantinum vinstra megin. Arnór Ingvi og Rúrik hafa ekki gert nóg til að ríghalda í þá stöðu. Þar opnast tækifæri fyrir einn af ungu strákunum."

„Freistandi er að setja Albert Guðmundsson þangað bara horfandi á hæfileikana en það væri mátuleg hræsni að tala um að Birkir sé ekki kantmaður en setja svo Albert þar. Albert mun fá mun fleiri tækifæri og verður á meðal fyrstu manna inn þegar að það vantar töfra fram á við en hann er ekki að fara að spila íslenskan vinstri kant."

„Arnór Sigurðsson er fljótari og beinskeittari spilari sem ég held að myndi nýtast betur í þessu 4-4-1-1 eða 4-5-1 kerfi okkar sem ég held að sé framtíðin frekar en 3-5-2. Það verður meira svona kerfi til að eiga í bakhöndinni.“


Sjá einnig:
Einar Örn velur sitt lið
Rikki G velur sitt lið
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner