Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 21. nóvember 2018 15:00
Magnús Már Einarsson
Eiður Smári gefur leikmönnum góð ráð í FourFourTwo
Eiður Smári Guðjohnsen.
Eiður Smári Guðjohnsen.
Mynd: Getty Images
Í nýjasta tímariti FourFourTwo kemur Eiður Smári Guðjohnsen með góð ráð fyrir unga leikmenn. Hann ræðir hvernig hann komst í fremstu röð og fleira.

Hér að neðan má sjá svör Eiðs við nokkrum spurningum.

Þú varst klókur leikmaður og varst góður í að finna svæði með klókum hreyfingum. Hver hafði áhrif á leikstíl þinn?
Dick Advocaat var þjálfari minn hjá PSV Eindhoven. Hann tók mig inn í aðalliðið þegar ég var 17 ára. Hann kenndi mér hvernig ég átti að búa til svæði fyrir sjálfan mig. Ekki standa kyrr, vertu alltaf á hreyfingu - það þarf ekki endilega að vera sprettur. Reyndu að sjá fyrir hvar boltinn gæti dottið og lærðu að spila með liðsfélögum þínum. Ég var heppinn að spila með leikmönnum eins og Jan Wouters, sem var í liði Hollands sem varð Evrópumeistari 1988.

Ef þú værir að þjálfa ungan leikmann með svipaðan leikstíl og þú, hvaða ráð myndir þú gefa honum?
Þekktu hvernig allir liðsfélagar þínir spila. Með því þá skilur þú hvernig þeir vilja senda boltann og hvort þeir vilja spila boltanum á þig og fá hann aftur eða finna þig á milli lína. Losaðu þig við manninn sem er að dekka þig með því að taka stutta hreyfingu í hina áttina til að draga hann meter í burtu. Það gerir varnarmönnum erfiðara fyrir að spá því hvað þú gerir.

Hvaða ráð myndir þú gefa leikmanni til að halda ró fyrir framan markið?
Ekki óttast að klikka. Það er stærsta vandamálið sem getur skemmt sjálfstraust fótboltamanna. Ekki vera hræddur við að gera mistök, haltu áfram og skoraðu úr næsta færi.
Athugasemdir
banner
banner
banner