Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 21. nóvember 2018 17:30
Magnús Már Einarsson
Dæmdi í ensku úrvalsdeildinni - Vill nú fá sénsinn í Noregi
Madley að störfum.
Madley að störfum.
Mynd: Getty Images
Bobby Madley, fyrrum dómari í ensku úrvalsdeildinni, vonast til að dæma í norsku úrvalsdeildinni á næsta tímabili.

Madley hefur dæmt 91 leik í ensku úrvalsdeildinni en hann var rekinn í ágúst eftir að hann sendi óviðeigandi skilaboð á samfélagsmiðla með mynd af fötluðum manni.

„Ég myndi elska að dæma í Eliteserien (norsku úrvalsdeildinni) á einhverjum tímapunkti en ég þarf að leggja hart að mér og sanna að ég sé traustsins verður. Það er bara sanngjarnt," sagði Madley.

„Ég er með samkomulag við ensku úrvalsdeildina sem þýðir að ég get ekki rætt um samninginn þar. Ég get samt sagt að mikið af því sem var skrifað í fjölmiðlum er rangt og það var svekkjandi og sársaukafullt."
Athugasemdir
banner
banner