mið 21. nóvember 2018 18:00
Magnús Már Einarsson
Rondon grét þegar hann rifjaði upp fótbrot McCarthy
Alan Pardew, þáverandi stjóri WBA, huggar Rondon.
Alan Pardew, þáverandi stjóri WBA, huggar Rondon.
Mynd: Getty Images
Salomon Rondon, framherji Newcastle, brotnaði niður og fór að gráta í sjónvarpsviðtali í heimalandi sínu Venesúela í vikunni þegar hann rifjaði upp atvik í leik WBA og Everton á síðasta tímabili.

James McCarthy, miðjumaður Everton, fótbrotnaði þá á skelfilegan hátt eftir baráttu við Rondon.

Rondon grét á vellinum þegar hann sá meiðsli McCarthy og hann grét aftur þegar hann ræddi um meiðslin í vikunni.

„Lífið var vont því ég varð sá sem lenti í þessu," sagði Rondon og grét. „Ég er að gráta því fyrir utan það að hann er atvinnumaður eins og ég þá fann ég sjálfur fyrir meiðslunum þegar þetta gerðist. Ég gleymi þessu aldrei...þetta var erfitt."

„Guði sé lof að ég þurfti ekki hjálp hjá sálfræðingi því fjölskylda mín var til staðar fyrr mig. Þetta er eitthvað sem ég hefði aldrei viljað upplifa."

„Ég bað hann afsökunar, þetta var algjörlega óviljandi. Ég vildi ekki að þetta myndi gerast og bjóst aldrei við því að þetta myndi gerast."



Athugasemdir
banner
banner