Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 22. nóvember 2018 09:30
Ívan Guðjón Baldursson
Drogba: Mourinho væri búinn að vinna deildina tvisvar með City
Mynd: Getty Images
Didier Drogba lagði skóna á hilluna á dögunum eftir magnaðan 20 ára feril sem atvinnumaður í knattspyrnu. Hann hefur miklar mætur á Jose Mourinho eftir að hafa unnið ensku úrvalsdeildina þrisvar sinnum með honum hjá Chelsea.

Mourinho er við stjórnvölinn hjá Manchester United í dag og er hann gjarnan borinn saman við Pep Guardiola, stjóra Manchester City. Þeir tóku við nágrannafélögunum á svipuðum tíma, sumarið 2016.

Gengi Pep hefur verið talsvert betra og vann Man City Englandsmeistaratitilinn í vor eftir misheppnaða tilraun í fyrra, þegar Chelsea endaði uppi sem meistari.

„Ef Mourinho hefði tekið við City þá væri hann búinn að vinna deildina tvisvar," sagði Drogba við Mirror.

„Það hefur engum tekist að fylla í skarð Sir Alex Ferguson hjá Manchester United. Þetta er gríðarlega erfitt starf og Mourinho þarf meiri tíma."
Athugasemdir
banner
banner
banner