Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 22. nóvember 2018 09:47
Elvar Geir Magnússon
Spila með rauðan lit í andlitinu um helgina
Dybala og Insigne.
Dybala og Insigne.
Mynd: Twitter
Leikmenn ítölsku A-deildarinnar munu spila með rauðan lit í andlitinu um komandi helgi.

Dómarar deildarinnar verða einnig með rauða litinn sem er til að sýna baráttunni gegn ofbeldi gegn konum stuðning.

Cristiano Ronaldo verður með rauða litinn í andlitinu þegar Juventus mætir SPAL

Átakið er í samvinnu við WeWorld Onlus samtökin sem hafa síðustu 20 ár verið réttindi kvenna um heim allan.

Þetta verður ekki í fyrsta sinn sem rauði liturinn er notaður í þessum tilgangi í ítalska boltanum, á meðfylgjandi mynd má sjá Paulo Dybala og Lorenzo Insigne sýna stuðning fyrr á árinu.

„Þessi herferð í samvinnu við ítölsku deildina gerir okkar rödd sterkari," segir Marco Chiesara formaður WeWorld Onlus en sérstakt kassamerki herferðarinnar er #unrossoallaviolenza.
Athugasemdir
banner