Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fim 22. nóvember 2018 10:30
Magnús Már Einarsson
Aron tók svefntöflu fyrir stórleik - Gerir það aldrei aftur
Heimsókn forsetans truflaði ekkert
Icelandair
Aron í baráttu við Luka Modric í stórleiknum í Zagreb árið 2013.
Aron í baráttu við Luka Modric í stórleiknum í Zagreb árið 2013.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Ragnar snæddi hádegisverð með leikmönnum á leikdegi í Zagreb.
Ólafur Ragnar snæddi hádegisverð með leikmönnum á leikdegi í Zagreb.
Mynd: Instagram - KSÍ
Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði, fer um víðan völl í bókinni Aron - sagan mín sem nú er komin út. Aron fer meðal annars ítarlega í undirbúninginn fyrir leik Króatíu og Íslands í umspili um sæti á HM 2014.

Ísland tapaði leiknum í Zagreb 2-0 og Aron hefur eins og flestir landsliðsmenn oft spilað betur en í þeim leik. Aron segir að undirbúningur sinn fyrir leikinn hafi setið í sér eftir hann.

„Áður en ég fór í háttinn reiknaði ég með því að verða stressaður og alltof tjúnaður. Ég óttaðist að hausinn færi á flug þegar ég legðist á koddann, svo ég ákvað að taka svefntöflu til að hjálpa mér að sofna. Planið var að sofna senmma og vera úthvíldur og orkumikill á leikdag," segir Aron í bókinni.

„Ég er ekki að segja að taflan hafi endilega orsakað einhvern sljóleika í mér en ég hef oft hugsað út í það í ljósi þess hvernig leikurinn spilaðist hvort hún hafi átt einhvern þátt í því að ég átti dapran leik. Ég hef aldrei aftur tekið svefntöflu fyrir leik og ætla aldrei að gera það."

Ólafur Ragnar og Dorrit trufluðu ekki
Á leikdegi í Zagreb kíktu Ólafur Ragnar Grímsson forseti og Dorrit Moussaieff í heimsókn til landsliðsmanna þegar þeir snæddu hádegismat. Margir töldu að þetta hefði truflað einbeitingu leikmanna en Aron blæs á það.

„Fólk vill alltaf grafa eitthvað upp eða finna sökudólginn en satt að segja höfðum við bara gaman að heimsókninni. Óli var í raun hrókur alls fagnaðar í þann stutta tíma sem hann var þarna og sagði okkur áhugaverðar og skemmtilegar sögur," sagði Aron.

Annað atvik sem vakti umtal í aðdraganda leiksins var frétt sem Vísir birti um að leikmenn Króatíu hefðu drukkið mikið af áfengi á hóteli sínu eftir fyrri leikinn á Laugardalsvelli.

Kolbeinn Tumi Daðason, fréttamaður á Vísi, spurði Niko Kovac þáverandi landsliðsþjálfara Króata út í málið daginn fyrir síðari leikinn. Kovac var pirraður og sagði meðal annars: „Ég hélt að þið væruð herramenn á Norðurlöndunum en svo virðist ekki vera."

Aron tjáir sig um þetta í bókinni. „Seinna grínðust einhverjir með að þessi blaðamaður hefði borið ábyrgð á því hvernig einvígið við Króatíu fór en það er fulldjúpt í árinni tekið. Að mínu mati kom þetta mál okkur hins vegar ekkert við og átti ekkert erindi í fréttir. Þar að auki fannst mér lélegt af hótelinu að leka svona upplýsingum, ef þetta var á annað borð satt," segir Aron í bók sinni.

Sjá einnig:
Aron: Fékk sjokk yfir því hvað ég hafði verið blindur
Mamma Arons sá um að strauja skyrtur fyrir Henderson

"Aron - Sagan mín" kemur í allar helstu verslanir í vikunni.
Athugasemdir
banner
banner
banner