Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fös 30. nóvember 2018 17:00
Fótbolti.net
Ingó gagnrýnir landsliðsþjálfara: Hafa ekki fylgst með Gumma
Gummi og Ingó mættust í Pepsi-deildinni árið 2012.
Gummi og Ingó mættust í Pepsi-deildinni árið 2012.
Mynd: Gunnar Már Hauksson
Gummi á landsliðsæfingu í Belgíu fyrr í mánuðinum.
Gummi á landsliðsæfingu í Belgíu fyrr í mánuðinum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ingólfur Þórarinsson setti í sumar pistil á Facebook þar sem hann gagnrýndi að Guðmundur Þórarinsson, bróðir hans, hafi ekki fengið fleiri tækifæri með landsliðinu undanfarin ár.

Guðmundur á þrjá landsleiki að baki en sá síðasti var árið 2016. Ingó ræddi málið ítarlega í hlaðvarpsþættinum Miðjunni á Fótboltanet í vikunni.

Smelltu hér til að hlusta á Gumma og Ingó í Miðjunni

„Ég gæti örugglega talið upp 30 leikmenn sem hafa fengið tækifæri en hann hafa ekki spilað næstum jafn mikið og gert jafn mikið í atvinnumennsku og hann," sagði Ingó í Miðjunni á Fótbolta.net í vikunni.

Gummi var í síðasta landsliðshóp gegn Belgíu og Katar en var ónotaður varamaður þar.

„Það er erfitt að breyta þegar vel gengur en nú hefur ekki gengið eins vel. Þá myndi ég halda að menn myndu þora að hrista aðeins upp í hlutunum og gefa fleirum séns. Það hafa einhvejrir fengið sénsinn en ég hefði haldið að maður sem er með reynslu og Gummi myndi fá að sýna sig, þó það væri ekki nema hálfleikur."

„Mér finnst undarlegt að hann hafi ekki fengið nein tækifæri. Ég sé það þannig að hann hafi aldrei fengið séns. Það er ekki það sama að vera kallaður inn og vera keila nánast heila landsliðsferð eða fara inn á völlinn."

Segir að þjálfararnir hafi ekki fylgst með Gumma
Ingó kom einnig með gagnrýni á landsliðsþjálfara undanfarin ár.

„Ég veit ekki hvort Gummi vilji að ég sé að fara út í þetta en mér finnst furðulegt að menn hafi viðurkennt að þeir séu ekki að fylgjast með honum. Það eru örugglega 15 leikmenn sem eru alltaf í hópnum og velja sig sjálfir, mér finnst það eðlilegt. Þá eu kannski ekki nema 15 í viðbót sem þú þyrftir að horfa á, kynna þér og sjá leiki live einstaka sinnum."

„Þeir sem eru í kringum þetta hafa viðurkennt að þeir hafi ekki fylgst með Gumma og vissu ekki nákvæmlega hvað hann væri að gera. Ef menn eru í þessu starfi þurfa þeir að horfa á þessa 10-15 leikmenn en ekki mynda sér skoðun fyrirfram."


Gummi sýnir þolinmæði
Guðmundur tjáði sig sjálfur um landsliðið í Miðjunni. „Ég vil ekki taka jafn djúpt í árina og Ingó með vissa hluti," sagði Guðmundur meðal annars.

„Það kom tímapunktur þar sem ég vildi vita hvað ég gæti bætt til að vera nær liðinu. Þá var partur af skýringunni að þeir hefðu ekki séð mig mikið upp á síðkastið. Þetta er allt á réttri leið núna og ég er kominn inn í hópinn," sagði Gummi.

„Síðan snýst um að grípa tækifærið þegar það kemur. Það mun koma ef maður einbeitir sér að réttum hlutum og heldur áfram að bæta sig. Að sjálfsögðu er erfitt stundum að hafa ekki fengið tækifærið, sérstaklega í framhaldi af U21 þar sem gekk vel. Maður þarf að sýna þolinmæði."

Ingó útskýrir mál sitt ennþá betur í Miðjunni en umræðan um landsliðið hefst á 41.35.

Smelltu hér til að hlusta á Gumma og Ingó í Miðjunni
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner