banner
   mán 17. desember 2018 18:00
Fótbolti.net
Styrktarmót knattspyrnukvenna 2018
Fyrrum landsliðskonan Guðlaug Jónsdóttir vinnur að skipulagningu mótsins.
Fyrrum landsliðskonan Guðlaug Jónsdóttir vinnur að skipulagningu mótsins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Haldið verður styrktarmót í knattspyrnu fyrir allar konur sem spila í Pepsi deild kvenna, Inkasso deild kvenna, landsliðskonur – núverandi og fyrrverandi, sem og allar þær sem eru 20 ára og eldri og hafa spilað í efstu deild kvenna. Við ætlum að styrkja eina fjölskyldu með þessu framtaki okkar og verður það tilkynnt síðar hvaða fjölskylda það er.

Mótið verður haldið í Egilshöll – 29. desember 2018, frá kl. 11-13. Spilað verður á 1⁄4 af velli, 5 leikmenn + markmaður og sömu reglur og á Pollamótinu, bannað að renna sér og allar tæklingar bannaðar. Allir þáttakendur fara í pott og dregið verður í lið. Hefur þig einhvern tímann langað til að spila með Hallberu eða Eddu?, þá er tækifærið núna, vegna þess að raðað verður í potta eftir því hvort þú hafir spilað A-landsleik eða ekki, í úrvalsdeild eða í 1. deild.

Að móti loknu, verður samkoma í sal skautafélags Fjölnis (Björninn) sem er á 2. hæð í Egilshöll. Þar verða léttar veitingar.
Við viljum hvetja allar þær sem ekki vilja spila fótbolta, að koma og hitta allar fyrrverandi og núverandi knattspyrnukonur. Það verður heiðursgestur og ræðumaður dagsins, einnig verða veitt verðlaun fyrir bestu tilþrin, flottasta markið o.m..

Þátttökugjald er þrenns konar; 3.000 – 4.000 eða 5.000 krónur – þú ræður.

Leggja má inná reikning 0111-26-702209, kt. 220971-5979 (Guðlaug Jónsdóttir) og senda staðfestingu á netfangið; [email protected]

Við hvetjum allar konur sem komið hafa nálægt knattspyrnu að mæta og eiga með okkur góðan dag og styrkja gott málefni í leiðinni. Hugmyndin er að þetta verði að árlegum viðburði og munum við alltaf styrkja eitthvert gott málefni í ár hvert.

Hlökkum til að sjá ykkur allar í Egilshöll 29. desember nk.
Bestu kveðjur, nefndin
Athugasemdir
banner
banner
banner