Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mið 05. desember 2018 17:30
Magnús Már Einarsson
PSV og Groningen vilja fá Robben aftur
Á leið heim til Hollands?
Á leið heim til Hollands?
Mynd: Getty Images
Hollensku félögin PSV Eindhoven og Groningen hafa bæði áhuga á að fá kantmanninn Arjen Robben í sínar raðir þegar hann yfirgefur Bayern Munchen næsta sumar.

Hinn 34 ára gamli Robben hefur tilkynnt að hann muni yfirgefa Bayern eftir tímabilið en um er að ræða tíunda tímabil hans hjá þýska stórliðinu.

„Okkar besti draumur myndi rætast ef hann myndi ganga til liðs við okkur og ljúka fótboltaferlinum hér," sagði Hans Nijland framkvæmdastjóri Groningen en Robben ólst upp þar.

Robben fór á sínum tíma frá Groningen til PSV Eindhoven í tvö ár áður en hann gekk til liðs við Chelsea.

„Við höfum alltaf áhuga á góðum leikmönnum og Arjen er góður leikmaður," sagði Mark van Bommel þjálfari PSV aðspurður út í Robben.
Athugasemdir
banner
banner