fim 06. desember 2018 15:39
Elvar Geir Magnússon
Staðfest að Víkingar spila á gervigrasi næsta sumar
Frá leik á Víkingsvelli í sumar.
Frá leik á Víkingsvelli í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur Reykjavík hefur sent frá sér tilkynningu þar sem staðfest er að gervigras verði komið á heimavöll félagsins í Fossvogi á næsta ári.

Stefnt er að því að völlurinn verði tilbúinn í byrjun júní en fram kemur að karlalið Víkings óski eftir því að spila sína fyrstu heimaleiki í Pepsi-deildinni á næsta tímabili á heimavelli Þróttar.

Kvennaliðið mun leika í Kórnum.

Fréttatilkynning Víkings:
Í vor gerðu Reykjavíkurborg og Knattspyrnufélagið Víkingur með sér samkomulag að gervigras skyldi lagt á aðalvöllinn í Víkinni. Borgarráð Reykjavíkur samþykkti í dag að bjóða framkvæmdina út á næstu dögum.

Það er því endanlega ljóst að meistaraflokkar félagsins munu spila á gervigrasi í Pepsi deildum karla og kvenna næsta sumar. Stefnt er að því að völlurinn verði tilbúinn í byrjun júní.

Karlalið Víkings mun óska eftir því að spila fyrstu heimaleiki sína næsta vor á gervigrasvelli Þróttar í Laugardal en kvennaliðið mun leika í Kórnum.

Samþykkt Borgarráðs eyðir allri óvissu sem hefur ríkt um málið nú í haust og eru aðilar ánægðir með þessa lendingu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner