Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 06. desember 2018 19:24
Brynjar Ingi Erluson
Dyche svarar Klopp - Ver tæklingarnar
Jürgen Klopp og Sean Dyche eru ekki sammála
Jürgen Klopp og Sean Dyche eru ekki sammála
Mynd: Getty Images
Joe Gomez meiddist eftir tæklingu Ben Mee
Joe Gomez meiddist eftir tæklingu Ben Mee
Mynd: Getty Images
Sean Dyche, knattspyrnustjóri Burnley á Englandi, ver tæklingar sinna manna í 3-1 tapinu gegn Liverpool á Turf Moor í gær en hann ræddi þær í viðtali við Sky Sports.

Liverpool vann þrettánda sigur sinn gegn Burnley í gær og bætti þar með félagsmet en þetta er besta byrjun á tímabili í sögu félagsins.

Jürgen Klopp var þó ekkert sérstaklega sáttur eftir leik en hann kvartaði yfir tæklingum Burnley-manna en Joe Gomez fór meiddur af velli eftir tæklingu frá Ben Mee.

Hann sagði þessar tæklingar vera útdauðar og hættulegar en Gomez verður líklega frá í sex vikur.

„Við áttum nokkrar frábærar tæklingar í gær en eina tæklingin sem hægt er að setja spurningamerki er tæklingin frá Phild Bardsley á Alberto Moreno," sagði Dyche.

„Mér fannst tæklingin hjá Ben Mee frábær og ég held að Joe Gomez, sem lítur út fyrir að vera heiðarlegur náungi, hafi áttað sig á því."

„Það eru skilaboðin sem við fengum alla vega eftir leik og við sendum honum batakveðjur ef hann er meiddur en þetta var alls ekki slæm tækling."

„Af hverju talar hann ekki um dýfuna hans Daniel Sturridge, þegar hann féll til jarðar án þess að vera snertur?"

„Ég var stuðningsmaður Liverpool þegar ég var að alast upp og þá var liðið með magnaða hæfileika, vilja og harðir í horn að taka en ef það er farið núna og svindlið er komið í staðinn þá er ég bara virkilega sáttur með að vera af gamla skólanum,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner