Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 06. desember 2018 19:52
Brynjar Ingi Erluson
Milner í 500 leikja klúbbinn um helgina
James Milner fer í merkilegan klúbb ef hann spilar um helgina
James Milner fer í merkilegan klúbb ef hann spilar um helgina
Mynd: Getty Images
Enski miðjumaðurinn James Milner leikur 500. leik sinn í ensku úrvalsdeildinni um helgina er Liverpool mætir Bournemouth í 16. umferð.

Milner er 32 ára gamall en hann hóf ferilinn hjá Leeds United og spilaði sinn fyrsta úrvalsdeildarleik aðeins 16 ára gamall.

Hann er nú búinn að spila 499 leiki í úrvalsdeildinni og eru allar líkur á því að hann skrái sig í 500 leikja klúbbinn gegn Bournemouth er Liverpool heimsækir liðið á laugardag.

Milner hefur spilað með Leeds, Aston Villa, Newcastle United, Manchester City og Liverpool í úrvalsdeildinni en hann hefur reynst Liverpool afar mikilvægur.

Hann verður um leið tólfti leikmaðurinn til þess að komast í 500 leikja klúbbinn. Hann verður næst yngsti leikmaðurinn til að ná því markmiðið en aðeins Gareth Barry slær honum við þar.
Athugasemdir
banner
banner
banner