Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   fim 06. desember 2018 20:25
Brynjar Ingi Erluson
Ince hraunar yfir Lukaku og Pogba - „Hann er ekki í heimsklassa"
Paul Pogba er ekki allra
Paul Pogba er ekki allra
Mynd: Getty Images
Paul Ince, fyrrum leikmaður Manchester United á Englandi og núverandi sparkspekingur, er langt frá því að vera hrifinn af þeim Romelu Lukaku og Paul Pogba, sem leik með liðinu.

Ince lék með United í sex ár eða frá 1989 til 1995 ásamt því að leika 52 landsleiki fyrir England þar sem hann náði þeim merka áfanga að bera fyrirliðabandið.

Frammistaða United á þessu tímabili hefur verið á milli tannana á fólki en Jose Mourinho, stjóri liðsins, er í ansi heitu sæti í augnablikinu og er liðið að skrá sig úr allri toppbaráttu.

Ince fer ekki fögrum orðum um þá Romelu Lukaku og Paul Pogba, sem leika með liðinu, en frammistaða þeirra hefur verið döpur og hjólar hann í þá með ummælum sínum.

„Pogba á að vera í heimsklassa en hann er í mesta lagi miðlungsleikmaður. Ef hann heldur að hann eigi að fara á völlinn og gera þessar heimsku gabbhreyfingar og krúsídúllur þá er maðurinn hálfviti," sagði Ince.

„Það er hægt að kenna Jose Mourinho um ýmislegt en ekki allt og Pogba er alls ekki að hjálpa sjálfum sér í þessari aðstöðu. Það er því eðlilegt að hann var bekkjaður. Það skiptir engu máli hvað þú heitir, það er enginn of stór til að vera bekkjaður hjá United."

„Álit stuðningsmanna á honum er að breytast og þolinmæði þeirra er á þrotum. Það er mjög sjaldgæft að stuðningsmennirnir fari að baula á sína eigin leikmenn en þeir eru bara komnir með upp í kok af hegðuninni."

„Svo er Lukaku ekki að skora mörk í augnablikinu og til hvers er hann þá að spila? Hann hefur ekkert annað fram að færa og ef þú ert framherji og þér tekst ekki að skora þá áttu að fara á bekkinn. Ég veit að sjálfstraustið hans er lítið en Mourinho verður að hugsa um liðið,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner