banner
   fim 06. desember 2018 22:07
Brynjar Ingi Erluson
Bose-mótið: HK tók þriðja sætið eftir vítakeppni gegn Stjörnunni
HK tók þriðja sætið í Bose-mótinu
HK tók þriðja sætið í Bose-mótinu
Mynd: Fótbolti.net - Benóný Þórhallsson
HK 1 - 1 Stjarnan (5-3 eftir vítakeppni)
1-0 Brynjar Jónasson ('47 )
1-1 Þorsteinn Már Ragnarsson ('65 )

HK vann Stjörnuna eftir vítakeppni í leik um 3. sæti Bose-mótsins í kvöld en HK skoraði úr öllum fimm vítunum.

Liðin enduðu bæði í öðru sæti í sínum riðli og mættust því í leik um 3. sætið en ekkert var skorað í fyrri hálfleiks.

Brynjar Jónasson kom HK yfir í byrjun síðari hálfleiks eftir hraða sókn en það var Bjarni Gunnarsson sem lagði upp markið.

Þórarinn Ingi Valdimarsson lagði upp síðara markið fyrir Þorstein Má Ragnarsson sem skoraði af stuttu færi á 65. mínútu. Ekki var meira skorað í leiknum og þurfti því að fara með leikinn í vítakeppni þar sem HK hafði betur, 5-3.

Sigurður Hrannar Björnsson, markvörður HK, varði víti frá Hilmari Árna Halldórssyni sem réði úrslitum.

Vítakeppnin:
1-0 Leifur Andri Leifsson (HK)
1-0 Hilmar Árni Halldórsson lætur verja frá sér (Stjarnan)
2-0 Birkir Valur Jónsson (HK)
2-1 Þorsteinn Már Ragnarsson (Stjarnan)
3-1 Emil Atlason (HK)
3-2 Þórarinn Ingi Valdimarsson (Stjarnan)
4-2 Ólafur Örn Eyjólfsson (HK)
4-3 Eyjólfur Héðinsson (Stjarnan)
5-3 Atli Arnarson (HK)
Athugasemdir
banner
banner