fim 06. desember 2018 22:37
Brynjar Ingi Erluson
Balotelli fer frá Nice næsta sumar
Mario Balotelli
Mario Balotelli
Mynd: Getty Images
Jean-Pierre Rivere, forseti franska knattspyrnufélagsins Nice, hefur gefið það í skyn að Mario Balotelli fari frá félaginu næsta sumar.

Balotelli er nafn sem flestir áhugamenn um knattspyrnu kannast við en hann hóf feril sinn hjá Inter á Ítalíu áður en hann samdi við Manchester City. Hann var talinn eitt mesta efni heims en hefur sóað hæfileikum sínum með hegðun sinni innan og utan vallar.

Ítalski framherjinn samdi við Nice árið 2016 eftir slaka dvöl hjá Liverpool. Þrátt fyrir að hafa skorað 43 mörk í 76 leikjum fyrir félagið þá hefur hann lítið getað á þessu tímabili og er ekki með mark í tíu leikjum sínum til þessa.

Samningur hans við Nice rennur út næsta sumar en það er nokkuð ljóst að hann verður ekki áfram.

„Mario átti að fara í sumar og missti þess vegna af undirbúningstímabilinu. Ég held það gangi erfiðlega hjá öllum leikmönnum sem eiga ekki gott undirbúningstímabil," sagði Rivere.

Hann var þá spurður út í mögulega framlengingu á samning Balotelli en Rivere telur að ævintýrið sé á enda.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner