Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 07. desember 2018 10:30
Magnús Már Einarsson
Leikmenn Arsenal aðvaraðir eftir að hafa fengið sér hlátursgas
 Pierre-Emerick Aubameyang.
Pierre-Emerick Aubameyang.
Mynd: Getty Images
Arsenal ætlar að áminna leikmenn eftir að myndband af þeim birtist að innbyrða hlátursgas.

Um er að ræða myndband sem The Sun birti í dag en þar sjást leikmenn eins og Mesut Özil, Pierre-Emerick Aubameyang, Alexandre Lacazette og Matteo Guendouzi vera að innbyrða hlátursgas.

Myndbandið var tekið í sumar en leikmenn Arsenal skelltu sér þá út á lífið.

„Leikmennirnir sem um ræðir verða minntir á ábyrgina sem fylgir því að vera fulltrúar félagsins," sagði talsmaður Arsenal.

Raheem Sterling og Kyle Walker, leikmenn Manchester City, hafa áður verið skammaðir fyrir að nota hlátursgas.
Athugasemdir
banner
banner