Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 07. desember 2018 11:32
Magnús Már Einarsson
Björn Daníel staðfestir endurkomu í Pepsi-deildina
Björn Daníel í leik með FH árið 2013.
Björn Daníel í leik með FH árið 2013.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Björn Daníel Sverrisson, miðjumaður AGF í Danmörku, ætlar að snúa aftur í Pepsi-deildina næsta sumar. Þetta kemur fram á netmiðlinum mbl.is.

Fótbolti.net greindi frá því í gær að líklegt sé að Björn Daníel gangi til liðs við uppeldisfélag sitt FH en Íslandsmeistarar Vals hafa einnig sýnt honum áhuga.

Samningur Björns Daníels hjá AGf rennur út næsta sumar og hann ætlar sér heim eftir að hann rennur út.

„Ég er bara að skoða hvað er í boði. Ég má nátt­úru­lega ekki semja við neitt lið fyrr en í janú­ar þannig að það er ekk­ert stress á mér. Ég veit af áhuga þriggja til fjög­urra liða en ég mun fara yfir stöðuna með umboðsmanni mín­um í byrj­un janú­ar,“ sagði Björn Daní­el í sam­tali við mbl.is í morg­un.

Hinn 28 ára gamli Björn Daníel spilaði í nokkur ár með FH í Pepsi-deildinni áður en hann fór til Viking í Noregi eftir sumarið 2013.

Björn Daníel hefur komið við sögu í 7 af 18 leikjum AGF í dönsku úrvalsdeildinni á þessu tímabili en liðið er í 11. sæti af 14 liðum.
Athugasemdir
banner
banner