Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   lau 08. desember 2018 10:03
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Stóru fótboltamálin með Gumma Ben á X977 í dag
Mynd: Sögur
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net verður á X977 í dag milli 12 og 14 eins og venjan er á laugardögum. Elvar Geir og Tómas Þór eru umsjónarmenn þáttarins.

Gestur þáttarins að þessu sinni er sjónvarpsmaðurinn og rithöfundurinn Guðmundur Benediktsson. Hann var að gefa út Stóru fótboltabókina.

Í þættinum fær Guðmundur krefjandi spurningar um fótboltann, bæði hér heima og erlendis. Þá mun hann opinbera úrvalslið samherja sinna á ferlinum.

Gullknötturinn og enski boltinn eru meðal margra umræðuefna og þá verður Kristinn Jakobsson á línunni og ræðir um Tommaleikinn á sunnudag og VAR-dómgæsluna.

Útvarpsþátturinn Fótbolti.net er á X-inu alla laugardaga kl. 12-14. Umsjónarmenn þáttarins eru Tómas Þór Þórðarson og Elvar Geir Magnússon. Hægt er að finna þá á X samfélagsmiðlinum undir @tomthordarson og @elvargeir.

Smelltu hér til að hlusta á upptökur úr eldri þáttum.

Þú getur hlustað á X-ið á netinu með því að smella hérna

Athugasemdir
banner
banner
banner