Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 07. desember 2018 14:07
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Heimasíða ÍA 
Ísak Bergmann og Oliver til Norrköping (Staðfest)
Oliver Stefánsson og Ísak Bergmann Jóhannesson.
Oliver Stefánsson og Ísak Bergmann Jóhannesson.
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
Ísak Bergmann Jóhannesson og Oliver Stefánsson hafa verið seldir frá ÍA til Norrköping í Svíþjóð.

Ísak Bergmann er 15 ára og hefur spilað einn leik með meistaraflokki ÍA í Inkasso-deildinni. Hann á að baki sjö leiki með U17 þar sem hann hefur gert sjö mörk og sjö leiki með U16 þar sem hann hefur skorað tvö mörk.

Oliver er 16 ára og hefur spilað einn leik með ÍA í Inkasso-deildinni. Hann á að baki einn leik með U18, sjö leiki með U17 þar sem hann hefur skorað eitt mark og þrjá leiki með U16.

Þeir voru báðir lykilmenn í 2. flokki karla sem varð Íslandsmeistarí í sumar í fyrsta sinn í 13 ár.

Þess má svo geta að Ísak Bergmann er sonur Jóhannesar Karls Guðjónssonar þjálfara meistaraflokks karla hjá ÍA og fyrrverandi atvinnumanns. Oliver er sonur Stefáns Þórs Þórðarsonar fyrrverandi leikmanns ÍA og atvinnumanns.
Athugasemdir
banner
banner
banner