Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   fös 07. desember 2018 15:36
Elvar Geir Magnússon
Rekinn frá Genoa í þriðja sinn á tveimur árum
Ivan Juric.
Ivan Juric.
Mynd: Getty Images
Króatinn Ivan Juric var í gær rekinn frá ítalska félaginu Genoa en þetta er í þriðja sinn sem Genoa rekur hann úr stjórastólnum.

Hann var fyrst rekinn í febrúar 2017 en ráðinn aftur í apríl sama ár. Hann tók við liðinu í þriðja sinn í október síðastliðnum en var rekinn í gær eftir tap gegn 3. deildarliðinu Virtus Entella í ítalska bikarnum.

Genoa er í 14. sæti ítölsku A-deildarinnar en nýr þjálfari liðsins er fyrrum landsliðsþjálfari Ítalíu, Cesare Prandelli.

Prandelli stýrði Ítalíu í úrslitaleik EM 2012 þar sem liðið tapaði 4-0 fyrir Spáni. Hann hætti eftir að Ítalíu mistókst að komast upp úr riðlakeppninni á HM 2014.

Síðan þá hefur hann starfað fyrir Galatasaray, Valencia og Al-Nasr en var fimmtán mánuði samtals hjá þessum þremur félögum.
Athugasemdir
banner
banner
banner