Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 07. desember 2018 16:15
Magnús Már Einarsson
Bjarni Ben spilar í úrslitaleik Tommamótsins
Bjarni Benediktsson.
Bjarni Benediktsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bjarni Benediktsson mun taka fram knattspyrnuskóna að nýju, líklega Gola skór, í fyrsta sinn í 27 ár. Hann mun taka þátt í leik Pressuliðs Rúnars Kristinssonar gegn Landsliði Eyjólfs Sverrissonar - en leikurinn er hluti af Tommadeginum, sem er fjáröflun fyrir Tómas Inga Tómasson.

Viðburðurinn á Facebook

„Ekki leikur vafi á að í hvoru liðinu sem Bjarni verður þá mun hann styrkja það lið mjög mikið - enda er hann fjármálaráðherra. Hann tekur vonandi heftið með sér," segir í fréttatilkynningu.

„Bjarni er frekar íhaldssinnaður varnarmaður, þykir harður í horn að taka og á til að taka menn í bakaríið ef því er að skipta, enda bakstur hans landsfrægur. Bjarna er ætlað að sjá um fjáraflanir þess liðs sem hann fer til auk þess að sjá um sektarsjóð leikmanna."

Við minnum á úrslitaleik "Tommmótsins", þar sem pressulið Rúnars Kristinssonar tekur á móti landsliði Eyjólfs Sverrissonar. Leikurinn fer fram í Egilshöll sunnudaginn 9. desember kl. 11:00
Tómas Ingi Tómasson, knattspyrnumaður, yfirþjálfari yngri flokka Fylkis og aðstoðarþjálfari 21 árs karlalandsliðs Íslands í fótbolta, gekkst undir liðskiptaaðgerð á mjöðm fyrir um fjórum árum og hefur ekki náð sér síðan.

Efnt verður til Tommadags á sunnudag til að styrkja Tomma og fjölskyldu hans, en hann vonast til þess að fá bót meina sinna í Þýskalandi á næstunni.

Allir sem koma að leiknum greiða frjáls framlög við innganginn rétt eins og allir áhorfendur. Auk þess má leggja inn á reikning (528-14-300, kt. 0706694129).
Athugasemdir
banner
banner