Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   sun 09. desember 2018 21:38
Elvar Geir Magnússon
Spánn: Real Betis færist nær Evrópusæti
Mynd: Getty Images
Betis 2 - 0 Rayo Vallecano
1-0 Giovani Lo Celso ('59 , víti)
2-0 Sidnei ('76 )

Real Betis vann Rayo Vallecano á Benito Villamarín leikvangnum í kvöld. Með þessum úrslitum færist Real Betis nær Evrópudeildarsæti en Rayo Vallecano færist nær falli.

Betis er í sjöunda sæti, með jafn mörg stig og Levante sem er í sjötta sæti en það sæti gefur þátttökurétt í forkeppni Evrópudeildarinnar.

Rayo Vallecano er í 19. sæti sem er fallsæti, fjórum stigum frá öruggu sæti.

Argentínumaðurinn Giovani Lo Celso, lánsmaður frá PSG, skoraði fyrra mark Betis í kvöld en brasilíski miðvörðurinn Sidnei skoraði það síðara.
Athugasemdir
banner
banner
banner