Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 10. desember 2018 12:03
Magnús Már Einarsson
Helgi Kolviðs hefur rætt við Liechtenstein - Gæti skýrst í vikunni
Helgi Kolviðsson.
Helgi Kolviðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég hitti þá í síðustu viku og við erum búnir að ræða hlutna. Það gæti skýrst eitthvað í vikunni," sagði Helgi Kolviðsson við Fótbolta.net í dag en hann hefur átt í viðræðum um að taka við sem landsliðsþjálfari Liechtenstein.

Helgi var aðstoðarþjálfari slenska landsliðsins hjá Heimi Hallgrímssyni en lét af störfum þegar Erik Hamren var ráðinn.

Rene Pauritsch, sem hefur þjálfað Liechtenstein frá 2013, lét af störfum eftir Þjóðadeildina en hann hefur tekið við starfi sem yfirmaður fótboltamála hjá knattspyrnusambandi Liechtenstein. Helgi gæti tekið við sem landsliðsþjálfari.

„Það er allt opið ennþá. Ég veit ekki við hverja aðra þeir hafa talað líka. Þetta er ekki komið það langt. Ég settist niður með þeim og ræddi við þá."

„Það er margt spennandi sem þeir ætla að gera í framtíðinni, þeir eru til dæmis að fara að byggja akademíu. Þetta er því aðeins öðruvísi verkefni þó að þetta sé landsliðsverkefni."


Félagslið hafa sýnt áhuga á að ráða Helga til starfa á þessu ári en sjálfur hefur hann ekki verið hrifinn af þeim tilboðum hingað til.

„Maður skoðar allt og ég hef rætt við fullt af fólki en það er ekki beint eitthvað sem hefur heillað mig. Ég hef verið mikið á ferðalagi undanfarin þrjú ár og hef lítið getað sinnt mínum málum á meðan. Ég hef verið að því núna," sagði Helgi en hann er búsettur í Þýskalandi.

Liechtenstein er í 173. sæti á styrkleikalista FIFA en liðið er með Ítalíu, Bosníu og Herzegóvínu, Finnlandi, Grikklandi og Armeníu í riðli í undankeppni EM alls staðar.
Athugasemdir
banner
banner
banner