mán 10. desember 2018 15:00
Magnús Már Einarsson
Heimir fær líklega nýja leikmenn í janúar
Heimir gerði tveggja og hálfs árs samning í Katar.
Heimir gerði tveggja og hálfs árs samning í Katar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Líklegt þykir að Heimir Hallgrímsson fái pening til að styrkja leikmannahóp Al Arabi í janúar. Al Arabi er í 6. sæti í úrvalsdeildinni í Katar, sjö stigum frá 3. sætinu sem gefur sæti í Meistaradeild Asíu.

Heimir skrifaði í dag undir tveggja og hálfs árs samning við Al Arabi og líklegt þykir að hann fái að styrkja hópinn í janúar.

„Ég held að Hallgrímsson hefði ekki verið ráðinn nema hann væri með loforð um að fá pening í janúar til að kaupa einn eða tvo erlenda leikmenn," sagði Mitch Freeley íþróttafréttamaður hjá BEIN Sports við Fótbolta.net í dag.

Mega vera með fjóra erlenda leikmenn
Hvert félag í Katar má hafa fjóra erlenda leikmenn innan sinna raða og einn af þeim þarf að koma frá Asíu. Í dag eru Diego Jardel og Mailson frá Brasilíu á mála hjá Al Arabi sem og Franco Arizala frá Kolumbíu og Ahmad Ibrahim Khalaf frá Egyptalandi. Al Arabi gæti skipt um erlenda leikmenn í janúar.

„Á þessu tímabili hafa erlendu leikmennirnir Diego Jardel og Mailson ekki sýnt mikið svo ég myndi búast við að minnsta kosti einni breytingu. Þá gæti komið á láni landsliðsmaður frá Katar sem er ekki að fá nægan spiltíma með einhverju af stóru félögunum."

Al Arabi hefur sjö sinnum orðið meistari í Katar, síðast árið 1997.

„Al Arabi er eitt elsta félagið í Katar og félagið með einn besta stuðninginn. Í gengum tíðina hafa leikmenn eins og Gabriel Batistuta, Stefan Effenberg og Taribo West spilað með liðinu."

„Undanfarin ár hefur liðið sogast niður í miðjumoð og skipt reglulega út þjálfurum og leikmönnum. Ráðningin á Hallgrímssyni núna segir okkur að félagið ætli sér að verða stöðugara."


Sjá einnig:
Telur að Heimir geti komið Al Arabi í Meistaradeild Asíu
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner