Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 11. desember 2018 06:00
Magnús Már Einarsson
Skráning hafin í Liverpoolskólann á Íslandi
Úr Liverpoolskólanum á Íslandi.
Úr Liverpoolskólanum á Íslandi.
Mynd: Hanna Símonardóttir
Mynd: Hanna Símonardóttir
Mynd: Hanna Símonardóttir
Afturelding og Þór Akureyri kynna með stolti að skráning er hafin í Liverpoolskólann á Íslandi 2019. Skólinn fer fram með sama sniði og undanfarin átta ár, enda ómæld ánægja barna og foreldra með fyrirkomulagið.

Sjá einnig:
Myndaveisla: Stuð í Liverpool skólanum á Íslandi 2018

Knattspyrnuskólinn „Liverpool International Football Academy“ er eins um allan heim og kennt eftir hugmyndafræðinni The Liverpool Way.

Skólinn verður í Hamri á Akureyri 5. – 7. júní og á Tungubökkum í Mosfellsbæ 8. – 10. júní 2019.

Afturelding og Þór Akureyri halda skólann í samstarfi við Liverpoolklúbbinn á Íslandi. Skólinn hefur verið ákaflega vel sóttur allt frá upphafi og þó þjálfurum hafi verið fjölgað jafnt og þétt milli ára hefur alltaf verið uppselt á námskeiðin. 2019 verða átta þjálfarar frá Liverpool á Akureyri og sextán í Mosfellsbæ, þar af einn yfirþjálfari á hvorum stað. Markmannsþjálfari verður á báðum stöðum, en aðrir þjálfarar eru með almenna hópa.

Að kröfu Liverpool eru 16 börn í hóp hjá hverjum þjálfara en einnig er íslenskur þjálfari með hverjum hóp til að túlka og aðstoða. Að loknum knattspyrnuskólanum fá öll börn Liverpoolbolta að gjöf.

Dagskrá skólans alla dagana:
 9.45 (9.30) Mæting (og nafnakall í æfingahópa fyrsta daginn 9.30)
 10.00 – 11.15 Fyrsta lota
 11.15 – 11.30 Nestistími
 11.30 – 12.30 Önnur lota
 12.30 – 13.15 Matartími
 13.15 – 14.55 Þriðja lota
 15.00 Foreldrar ná í börn

Knattspyrnuskóli Liverpool er fyrir fótboltastráka og stelpur á aldrinum 6 til 16 ára (7. – 3. flokkur).

Greiðsla og skráning í Nora kerfinu á afturelding.felog.is

Allar nánari upplýsingar veitum við fúslega í tölvupósti [email protected] og í síma 566 7089

Bestu kveðjur frá Liverpoolskólanum á Íslandi
Hanna Símonar s. 6952642
Athugasemdir
banner
banner
banner