Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 10. desember 2018 20:00
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Gummi Ben: Held að Mourinho taki pokann sinn næsta sumar
Jose Mourinho, stjóri United.
Jose Mourinho, stjóri United.
Mynd: Getty Images
„Ég held að það sé ekki séns," sagði Guðmundur Benediktsson þegar hann var spurður að því hvort Jose Mourinho gæti grafið sig úr þeirri holu sem hann er kominn í hjá Manchester United.

Gummi fór yfir stóru fótboltamálin í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 en hann hefur enga trú á því að Mourinho geti komið United í toppbaráttuna.

Hann spáir því að portúgalski stjórinn verði rekinn á næsta ári.

„Ég er alveg sannfærður um að þeim langi til að láta hann fara. Það er mjög dýrt að láta hann fara, ég las um einhverja hæstu upphæð sem ég hef séð á blaði. Ég held að þeir standi af sér þennan storm fram á sumar og þá taki Mourinho pokann sinn," segir Gummi Ben.

„Það verður eftir að liðið endar í besta falli í 5. - 6. sæti, sem er ekki viðunandi árangur."

„United vill ekki vera félag sem er alltaf að reka þjálfarann. Þeir munu sitja á þessu fram á sumar. Það er svo langt frá því að vera eitthvað í spilamennsku liðsins sem bendir til þess að liðið sé á uppleið. Í hverju einasta viðtali sem maður sér við Mourinho þá líður mér eins og hann sé á vondum stað."

Margir vilja sjá Zinedine Zidane taka við United.

„Það er hægt að dæma Zidane á titlum en hann kom inn í samfélag hjá Real Madrid sem er bara í þessu. Manchester United er á þannig stað að ég myndi ekki þora að leggja undir á að hann gæti komið inn og breytt miklu," segir Gummi Ben.

Sjá einnig:
Smelltu hér til að hlusta á Gumma Ben og stóru fótboltamálin
Athugasemdir
banner
banner
banner