Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   mán 10. desember 2018 19:01
Elvar Geir Magnússon
Heimild: RÚV 
Heimir í Katar: Opnar fleiri dyr en það lokar
Svekktur að fá ekki samning hjá Vancouver
Heimir Hallgrímsson fór til Katar ásamt íslenska landsliðinu eftir undankeppni HM.
Heimir Hallgrímsson fór til Katar ásamt íslenska landsliðinu eftir undankeppni HM.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir er nýr þjálfari Al Arabi.
Heimir er nýr þjálfari Al Arabi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir Hallgrímsson, fyrrum landsliðsþjálfari, telur að umræðan í útvarpsþætti Fótbolta.net um liðna helgi hafi verið röng. Þar var talað um að erfitt sé að fá stórt starf eftir að hafa þjálfað í Katar.

Heimir gerði í dag saming við Al Arabi sem er í sjötta sæti í katörsku deildinni.

„Ég held að það sé alveg öfugt. Hérna eru tengingar í allt og alla úti um allan fótboltaheim og hérna koma bestu lið heims, hérna koma bestu þjálfarar heims að læra og stjórnendur allra liða. Þannig að ef þú stendur þig vel hér þá opnar þetta fleiri dyr en það lokar," segir Heimir í viðtali við RÚV.

Heimir var á blaði hjá Vancouver Whitecaps í bandarísku MLS-deildinni en fékk ekki starfið.

„Það var kannski Vancouver sem ég var mest svekktur yfir að missa. Það var skemmtileg verkefni; það að byggja upp nýtt lið í MLS deildinni og við Íris og fjölskyldan kunnum rosalega vel við borgina og fólkið sem stjórnar klúbbnum var frábært. Þannig að það var smá svekkelsi að missa það starf. En svo dettur þetta inn í staðinn."

Peningarnir réðu ekki úrslitum
Það er ljóst að Heimir fær ansi vel borgað í Katar enda nóg til í landinu.

„Ég ætla ekkert að tala í kringum það. Auðvitað skiptir máli hvernig þú færð borgað fyrir starf þegar þú ert að binda þig hérna í þrjú ár. Það var hins vegar ekki það sem réði úrslitum," sagði Heimir við Eddu Sif Pálsdóttur hjá RÚV.

Ungur þjálfari, Bjarki Már Ólafsson, fer út með Heimi og verður aðstoðarþjálfari en hann starfaði hjá Gróttu.

„Hann hefur bæði þekkinguna sem ég þarf á að halda, hann hefur vinnusemina sem virkilega þarf á að halda í þessu djobbi sem við erum í núna, hann er góður að klippa myndbönd og leikgreina. Svo er auðvitað algjörlega nauðsynlegt að hafa íslenskar axlir til að grenja á þegar gengur illa."

Þá flytja eiginkona hans og yngri sonur með honum út. Al Arabi er í 6. sæti í úrvalsdeildinni í Katar, sjö stigum frá 3. sætinu sem gefur sæti í Meistaradeild Asíu.

Sjá einnig:
Heimir fær nýja leikmenn í janúar
Telur að Heimir geti komið Al Arabi í Meistaradeild Asíu
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner