Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mán 10. desember 2018 22:02
Brynjar Ingi Erluson
England: Magnað aukaspyrnumark Digne í dramatísku jafntefli
Troy Deeney fagnaði vel og innilega er Watford komst yfir
Troy Deeney fagnaði vel og innilega er Watford komst yfir
Mynd: Getty Images
Everton 2 - 2 Watford
1-0 Richarlison ('15 )
1-1 Seamus Coleman ('63 , sjálfsmark)
1-2 Abdoulaye Doucoure ('65 )
1-2 Gylfi Sigurdsson ('68 , Misnotað víti)
2-2 Lucas Digne ('90 )

Everton og Watford gerðu 2-2 jafntefli á Goodison Park í lokaleik 16. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld í fjörugum leik. Gestirnir náðu að snúa hlutunum sér í vil á nokkrum mínútum en Lucas Digne bjargaði málunum fyrir heimamenn.

Brasilíski snillingurinn RIcharlison kom Everton yfir á 15. mínútu eftir góða sendingu frá portúgalska miðjumanninum Andre Gomes.

Staðan var þannig í hálfleik áður en Seamus Coleman varð fyrir því óláni að koma knettinum í eigið net á 63. mínútu. Hrikalegt sjálfsmark.

Abdoualaye Doucoure kom Watford yfir með laglegu marki aðeins tveimur mínútum síðar og ekki bættist staðan fyrir Everton á 68. mínútu er brotið var á Yerry Mina í teignum. Gylfi Þór Sigurðsson fór á punktinn og lét Ben Foster verja frá sér. Annað vítið sem Gylfi klúðrar á tímabilinu.

Það leit allt út fyrir að Everton færi tómhent heim af Goodison en franski bakvörðurinn Lucas Digne hélt þó ekki og skoraði fyrsta mark sitt fyrir félagið. Hann gerði það úr aukaspyrnu, laglegur snúningur yfir vegginn og mark.

Lokatölur 2-2 á Goodison Park en Everton er í 7. sæti með 24 stig á meðan Watford er í 12. sæti með 21 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner