Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mán 10. desember 2018 23:04
Brynjar Ingi Erluson
Neville kemur Sterling til varnar - „Hann var eyðilagður"
Fólk hefur oft fengið ranga mynd af Raheem Sterling
Fólk hefur oft fengið ranga mynd af Raheem Sterling
Mynd: Getty Images
Raheem Sterling, leikmaður Manchester City á Englandi, er eitt helsta umræðuefnið í enska boltanum þessa dagana. Hann varð fyrir kynþáttahatri af hálfu stuðningsmanna Chelsea í leik liðanna á dögunum og stendur Gary Neville, sparkspekingur á Sky, við bakið á honum.

Enska pressan hefur oft gefið ranga mynd af Sterling í fréttaflutning sínum af honum. Fjölmiðlarnir hafa einblínt á einkalíf hans og gagnrýnt hann fyrir að fá sér húðflúr með byssu, kaup á fasteign fyrir móður sína og margt annað.

Gagnrýnin hefur oftar en ekki verið mjög ósanngjörn og viðurkennir Neville, sem var í þjálfaraliði Englands á EM 2016, að þetta hafi farið verulega úr böndunum síðustu ár.

Nokkrir stuðningsmenn Chelsea reyndu að koma Sterling úr jafnvægi á dögunum er Chelsea vann Manchester City og virtust þá beita niðrandi ummælum um kynþátt hans en Sterling yrti ekki á þá.

„Hann kom og spjallaði við mig undir fjögur augu nokkrum dögum fyrir leikinn gegn Íslandi," sagði Gary Neville á Sky.

„Þetta byrjaði allt fyrir Evrópumótið en hann var að fá það óþvegið í fjölmiðlum. Áreitið frá þeim var gríðarlegt. Við í þjálfaraliðinu vissum af þessu að stuðningsmenn og fjölmiðlar væru að gagnrýna hann og spyrja mikið af spurningum."

„Við tókum einnig eftir því í leikjunum á mótinu að það var verið að baula á hann og reyna að koma honum úr jafnvægi. Fyrir leikmann að koma til mín og það var þá sem byrjaði að velta þessu fyrir mér og melta þetta af hverju þetta var að gerast og að þetta væri eitthvað meira en persónulegt."

„Hann vissi að hann myndi fá gagnrýni fyrir að spila fyrir enska landsliðið og fyrir frammistöðu sína. Hann vildi ekki fá einhverja sérmeðferð en honum leið eins og skotmarki og hann vissi ekki hvað hann ætti að gera í því."

„Ég sé bara leikmann sem er harður af sér og með frábært hugarfar en einnig viðkvæmur fyrir því hvernig hann ætti að eiga við þetta og hvernig hann kæmi út úr þessu,"
sagði Neville ennfremur.

Hann bendir á annan leikmann sem fékk svipað viðmót frá fjölmiðlum og stuðningsmönnum en það er Ashley Cole, sem lék um árabil fyrir enska landsliðið og svo auðvitað Arsenal og Chelsea. Cole hélt síðan til Bandaríkjanna.

„Cole þurfti að flýja land. Hann er eins og flóttamaður í fótboltaheminum og þurfti að fara í MLS-deildina til að komast burt frá þessari meðferð. Hann og Sterling hafa aldrei fengið viðurkenningu fyrir það sem þeir hafa gert," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner