Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 10. desember 2018 23:06
Brynjar Ingi Erluson
Marco Silva: Við stöndum allir við bakið á Gylfa
Marco Silva og Gylfi Þór Sigurðsson
Marco Silva og Gylfi Þór Sigurðsson
Mynd: Getty Images
Marco Silva, knattspyrnustjóri Everton á Englandi, var niðurlútur eftir 2-2 jafntefli liðsins gegn Watford á Goodison Park í kvöld en hann ræddi um leikinn og Gylfa Þór Sigurðsson.

Richarlison kom Everton á bragðið með vafasömu marki þar sem Theo Walcott var í rangstöðu og virtist hafa áhrif á leikinn. Watford tókst að snúa við taflinu í þeim síðari með sjálfsmarki Seamus Coleman og marki Abdoulaye Doucoure.

Lucas Digne reyndist hetja Everton undir lokin er hann skoraði úr aukaspyrnu.

„Við misstum alla einbeitingu í leiknum. Þessi tvö augnablik voru ekkert spes," sagði Silva.

Gylfi Þór Sigurðsson klikkaði á víti eftir að brotið var á Yerry Mina en þetta er önnur spyrnan á tímabilinu sem Gylfa klúðrar. Silva segir að allir hjá félaginu standi við bakið á Gylfa. Silva var spurður út í það hvort Gylfi ætti að halda áfram að taka vítin fyrir Everton.

;,Við skulum sjá hvað við getum gert og skoða leikinn. Gylfi er að skora mörg mörk fyrir okkur og við stöndum allir við bakið á honum."

„Við erum með góða spyrnumenn. Þeir vinna vel saman og það sýndi sterkan persónuleika og karakter að taka þessa aukaspyrnu þegar flestir bjuggust við því að Gylfi myndi taka hana,"
sagði Silva um vítaspyrnuna og aukaspyrnu Digne í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner