Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 11. desember 2018 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Javi Gracia brjálaður: Úrslitin öðruvísi ef VAR væri í úrvalsdeildinni
Javi Gracia var brjálaður á hliðarlínunni
Javi Gracia var brjálaður á hliðarlínunni
Mynd: Getty Images
Javi Gracia, knattspyrnustjóri Watford á Englandi, var virkilega ósáttur með dómgæsluna í 2-2 jafnteflinu gegn Everton í gær. Hann segir að það sé kominn tími á VAR.

Richarlison skoraði á 15. mínútu þar sem Theo Walcott var rangstæður í undirbúningnum og vildu leikmenn og þjálfarar Watford fá rangstöðu en fengu ekki.

„Það er erfitt að taka þessu því við áttum seinni hálfleikinn en að fá á sig mark á síðustu mínútunni. Það er rosalega erfitt að taka því og við þurfum að halda áfram með sama hugarfarið," sagði Gracia.

„Ég vil helst ekki segja neitt um dómarana. Ef VAR væri klárt í ensku úrvalsdeildina núna þá hefðu úrslitin verið öðruvísi en ég er mjög stoltur af framlagi minna manna," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner