Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 11. desember 2018 10:00
Magnús Már Einarsson
Sancho hækkaði um 70 milljónir punda á þremur mánuðum
Sancho fagnar marki í Þýskalandi.
Sancho fagnar marki í Þýskalandi.
Mynd: Getty Images
Jacon Sancho, kantmaður Borussia Dortmund, hefur hækkað um rúmlega 70 milljónir punda í verði undanfarna þrjá mánuði samkvæmt útreikningum CIES.

Dortmund keypti Sancho frá Manchester City á átta milljónir punda í september 2017 og lofaði að hann fengi tækifærið með aðalliðinu.

Á þessu tímabili hefur Sancho gjörsamlega slsegið í gegn en hann hefur skorað sex mörk og lagt upp níu með toppliði Dortmund.

Sancho var valinn í enska landsliðið á dögunum eftir góða frammistöðu sína.

Samkvæmt útreikningum CIES er Sancho metinn á 79 milljónir punda í dag eftir að hafa verið metinn á 8,7 milljónir punda í september. Markaðsvirði hans hefur því aukist gríðarlega undanfarna þrjá mánuði.
Athugasemdir
banner
banner
banner