Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   þri 11. desember 2018 14:41
Magnús Már Einarsson
Aron og Payet orðaðir við Al Arabi
Heimir Hallgrímsson tók við Al Arabi í gær.
Heimir Hallgrímsson tók við Al Arabi í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fjölmiðlar í Katar eru strax farnir að orða nýja erlenda leikmenn við Al Arabi eftir að Heimir Hallgrímsson var ráðinn þjálfari þess í gær.

Hvert félag í Katar má hafa fjóra erlenda leikmenn innan sinna raða og einn af þeim þarf að koma frá Asíu. Í dag eru Diego Jardel og Mailson frá Brasilíu á mála hjá Al Arabi sem og Franco Arizala frá Kolumbíu og Ahmad Ibrahim Khalaf frá Egyptalandi.

Al Arabi gæti skipt um erlenda leikmenn í janúar eða næsta sumar fyrir næsta tímabil.

Samkvæmt frétt BEIN Sports hafa Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði og Dimitri Payet leikmaður Marseille verið orðaðir við Al Arabi.

Hinn 29 ára gamli Aron verður samningslaus hjá Cardiff næsta sumar. Payet er 31 árs gamall en hann var áður á mála hjá West Ham.

„Við gerum það sem þarf að gera. Við skoðum hópinn og setjumst síðan niður með stjórninni. Þetta ár fer í að þróa liðið og eftir fjóra eða fimm mánuði höfum við hugmyndir fyrir næsta tímabil," sagði Heimir á fréttamannafundi í Katar í dag.

„Ef við sjáum í janúar að við þurfum að gera breytingar þá er ég vongóður um að fá stuðning forsetans," sagði Heimir einnig.

SJá einnig:
Heimir fær líklega nýja leikmenn í janúar
Athugasemdir
banner
banner