Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 11. desember 2018 14:47
Elvar Geir Magnússon
Gascoigne neitar sök
Mynd: Getty Images
Paul Gascoigne, fyrrum landsliðsmaður Englands, neitar ásökunum um kynferðislegt ofbeldi gagnvart konu.

Umrætt atvik á að hafa átt sér stað í lest þann 20. ágúst og var Gascoigne, sem er 51 árs, handtekinn á Durham lestarstöðinni.

Gascoigne er sakaður um að hafa káfað á konunni og mætti hann fyrir dómstóla í dag þar sem hann neitaði sök.

Hann þarf aftur að mæta þann 8. janúar.

Gascoigne lék á sínum tíma 57 landsleiki fyrir England en hefur lengi verið að berjast við áfengisvandamál og stundum verið nær dauða en lífi vegna fíkninnar.

Embed from Getty Images
Athugasemdir
banner
banner